Nýjast á Local Suðurnes

Segja börn verða fyrir áreiti erlendra karlmanna í strætó

Áhyggjufullir foreldrar staðhæfa að ungar stúlkur séu áreittar af erlendum karlmönnum í strætóbifreiðum í Reykjanesbæ. Þetta kemur fram í umræðum í stórum Facebook-hópi íbúa í Reykjanesbæ.

Upphafsmaður umræðu um málið lagði fram eftirfarandi spurningar á Facebook-síðunni:

Okkur langaði að athuga hvort fólk hér í bæ væri vart við það að það eru útlenskir menn að áreita stelpur í strætóum bæjarins?

Nú lentu dóttir okkar og vinkona í þessu í dag. Fleiri hafa verið að lenda i þessu og skilst okkur að það sé varað við því að fara í strætó og forðast út af þessu áreiti.

Virkilega slæmt ef börnin geta ekki nýtt strætó til íþróttaiðkunar. Hafa einhverjir hér svipaða sögu að segja?

Óhætt er að segja að ekki hafi staðið á svörum og umræðu um málið. Fjölmargir hafa stigið fram og sagt svipaðar sögur og greint er frá hér að ofan. Þá hafa nokkrir greint frá því að börn þeirra þori ekki lengur að nota almenningssamgöngur vegna hins meinta áreitis. Í umræðunum er einnig fullyrt að haft hafi verið samband við lögreglu í einhverjum tilvikum, en hún hafi ekkert getað aðhafst vegna þessa.