Reykjavíkurlögga fyllti fangageymslur á Suðurnesjum

Margir voru handteknir eftir hópslagsmál og hnífstunguárás í miðbæ Reykjavíkur í nótt þannig að fangageymslur á Hverfisgötu og Suðurnesjum fylltust og þurfti að vista menn á Akranesi fyrir lögregluna á höfuðborgarsvæðinu.
Þetta kemur fram í dagbók lögreglunar í Reykjavík.
Þar segir að tilkynnt hafi verið um hópslagsmál í miðborginni og að nokkur fjöldi hafi verið handtekinn í þágu rannsóknar.