Nýjast á Local Suðurnes

Rann­sókn­ar­nefnd sam­göngu­slysa rannsakar skemmtibátaslys

Myndin tengist fréttinni ekki beint - Mynd: Landsbjörg

Rann­sókn­ar­nefnd sam­göngu­slysa mun rannsaka sjóslys sem varð við Vogastapa á þriðjudagskvöld, en nefnd­in rann­sak­ar öll sjó­slys sem verða við strend­ur Íslands.

Lög­reglu­skýrsla hefur verið tekin af mönnunum tveimur sem björgðust eftir slysið og hefur rannsóknarnefndin störf þegar sú skýrsl­a er kom­in inn á borð til þeirra. Nefndin mun þá taka skýrsl­ur af mönn­um tveim­ur sem voru um borð í bátn­um og rann­saka tildrög slyssins. Aðstæður á slysstað voru þannig að ekki er mögulegt að fara í bátinn vegna rannsóknarinnar.