Nýjast á Local Suðurnes

Óvissustig almannavarna vegna veðurs

Myndin tengist fréttinni ekki beint - Mynd: Björgunarsveitin Suðurnes

Rík­is­lög­reglu­stjóri hef­ur lýst yfir óvissu­stigi al­manna­varna vegna veðurs. Mjög slæmu veðri er spáð um land allt næsta sól­ar­hring­inn.

Óvissu­stigið mun gilda frá og með klukkan 12 í dag og þar til veðrið geng­ur niður á morg­un, fimmtu­dag­inn 6. fe­brú­ar.

Tekið er fram í yf­ir­lýs­ing­unni að veðrið geti valdið mikl­um sam­fé­lags­leg­um áhrif­um og tjóni. Einnig geti það haft mik­il áhrif á þjón­ustu, innviði og sam­göng­ur á landi og í lofti.

Næsta sól­ar­hring­inn sé ekk­ert ferðaverður og er fólk beðið um að fylgj­ast vel með á vef Veður­stof­unn­ar. Þá er farið yfir lík­leg áhrif veðurs­ins:

  • Sam­fé­lags­leg áhrif á al­menn­ing
  • Ekk­ert ferðaveður
  • Rask­an­ir á sam­göng­um
  • Foktjón lík­legt
  • Útlit fyr­ir vatna­vexti
  • Snjó­koma og skafrenn­ing­ur með lé­legu skyggni á ákveðnum stöðum á land­inu