Njarðvík býður í spjall og kynnir nýjan þjálfara

Knattspyrnudeild Njarðvíkur hefur boðað til fundar klukkan 18 í dag, í vallarhúsi sínu við Afreksbraut og er tilefni fundarins kynning á nýjum þjálfara meistaraflokks.

Fastlega er búist við að Davíð Smári Lamude, sem var rekinn frá Vestra, sem hefur sterklega verið orðaður við starfið verði kynntur til sögunnar.