Neituðu að yfirgefa hús sín í Grindavík

Íbúar í sex húsum í Grindavík hafa neitað að yfirgefa hús sín, en unnið er að rýmingu bæjarins í kjölfar öflugrar skjálftahrinu.
Þetta er haft eftir Úlfari Lúðvíkssyni, lögreglustjóra á Suðurnesjum, í samtali við Vísi. Hann segir að alltaf séu einhver „frávik“ þegar unnið er að rýmingu.
„Það eru einhverjir sem vilja ekki fara. Við erum ekki að fara út í þvingaða flutninga en við gerum þá þessu fólki grein fyrir stöðunni,“ segir Úlfar í samtali við Vísi.