Logi Gunnars handarbrotinn – Óvíst hvort hann spili meira á tímabilinu

Enn bætist á meiðslalista körfuknattleiksliðs Njarðvíkinga en bakvörður liðsins, Logi Gunnarsson, handarbrotnaði í leik liðsins gegn Þór Þorlákshöfn í gær, Stefan Bonneau er enn meiddur sem og Haukur Helgi Pálsson. Logi handarbrotnaði í fyrsta leikhluta en kláraði engu að síður leikinn.
“Já þetta er ekki skemmtilegt en þetta gerðist í fyrsta leikhluta í gær að ég virðist hafa handabrotnað. Ég fór í röntgen og þá kom í ljós að beinið er farið í tvennt og þetta er óljóst hvort ég verði meira með. Ég í raun veit ekki alveg hvað þetta tekur langan tíma en það er stutt í úrslitakeppni og þetta verður að koma í ljós” sagði Logi Gunnarsson leikmaður Njarðvíkinga í samtali við Karfan.is