Lögðu hald á sögulegt magn fíkniefna – Á þriðja tug í gæsluvarðhaldi

Lögreglan á Suðurnesjum hefur í samstarfi við tollgæsluna á Keflavíkurflugvelli unnið að rannsóknum umfangsmikilla fíkniefnamála í janúarmánuði.
Í tengslum við rannsóknir þessara mála hefur lögreglan á Suðurnesjum lagt hald á 47 kg af kannabisefnum 2 kg af kókaíni og 5100 töflur af MDMA svo eitthvað sé nefnt. Um er að ræða sögulegt magn, segir í tilkynningu á vef lögreglu, en 23 einstaklingar af 11 þjóðernum sæta gæsluvarðhaldi að kröfu lögreglustjórans á Suðurnesjum vegna þessara mála.

Þá kemur fram í tilkynningu lögreglu að það sem af er ári hafi 46 flugfarþegum verið vísað frá landinu við komu þeirra til landsins.