Ljóshúsið komið á gamla vitann

Áhöfnin á þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, hafði í nógu að snúast á föstudag, en eftir hefðbundið æfingarflug, þar sem margvísleg atriði voru æfð, endaði hún verkefni dagsins við Garðskagavita þar sem áhöfnin sótti ljóshús og slakaði því niður á vitann með aðstoð björgunarsveitarmanna.
Meðfylgjndi myndir voru teknar af áhöfn þyrlunnar.