Leikskólabörn rituðu bæjarstjóra bréf – Fótboltavöllurinn er eitt drullusvað

Fótbolti er vinsæl afþreying á á Heilsuleikskólanum Króki í Grindavík og er fótboltavöllurinn á útisvæðinu við leikskólann mikið notaður. Völlurinn er hinsvegar orðin mjög lélegur eins og sést á meðfylgjandi myndum, sem Grindavik.net birti á vef sínum.
Í heimsókn sem Stjörnuhópur fór í til bæjarstjórans fengu börnin að fara í pontu og segja frá því sem þau vildu bæta í Grindavík og þá kom fram að þau myndu vilja láta setja gervigras á fótboltavöllinn á Króki.
Í framhaldi af því skrifuðu börnin bréf til bæjarstjórans með aðstoð kennara sinna þar sem bóninni var komið á framfæri. Samkvæmt aðalnámskrá leikskóla ber skólum að rækta það viðhorf að samfélagið eigi að vera lýðræðislegt og einstaklingar gagnrýnir og með framtíðarsýn.