Nýjast á Local Suðurnes

Leigu­verð hækkaði um 46% á Suður­nesj­um

Mesta breyt­ing á leigu­verði tveggja her­bergja íbúða á landinu á einu ári, frá desember 2017 til desember 2018, var á Suður­nesj­um, en leiguverðið á svæðinu hækkaði um 46% á þess­um tíma. Hækkun á höfuðborgarsvæðinu á sama tíma var 7,8%.

Frá þessu er greint í nýrri Hag­sjá Lands­bank­ans, en þar kemur einnig fram að sé litið aft­ur til árs­ins 2011 hef­ur leigu­verð hækkað um 77,2% og kaup­verð um 95,5%. Þá var meðal­hækk­un leigu­verðs milli ára 8,8%, en meðal­hækk­un kaup­verðs 10,1%.