Leiguverð hækkaði um 46% á Suðurnesjum
Mesta breyting á leiguverði tveggja herbergja íbúða á landinu á einu ári, frá desember 2017 til desember 2018, var á Suðurnesjum, en leiguverðið á svæðinu hækkaði um 46% á þessum tíma. Hækkun á höfuðborgarsvæðinu á sama tíma var 7,8%.
Frá þessu er greint í nýrri Hagsjá Landsbankans, en þar kemur einnig fram að sé litið aftur til ársins 2011 hefur leiguverð hækkað um 77,2% og kaupverð um 95,5%. Þá var meðalhækkun leiguverðs milli ára 8,8%, en meðalhækkun kaupverðs 10,1%.