Keilir 10 ára – Útskrifaðist frá Keili og starfar nú hjá Porsche

Keilir fagnar tíu ára afmæli á þessu ári, en skólinn hóf starfsemi í maí 2007. Samtals hafa 2.799 aðilar útskrifast úr deildum skólans á þessum tíma. Í tilefni af afmælisárinu hefur skólinn safnað sögum og viðtölum við hluta þeirra nemenda sem hafa stundað nám í Keili og birt á heimasíðu sinni.
Davíð Rósinkarsson útskrifaðist frá Háskólabrú Keilis árið 2014 og starfar nú sem 3D hönnuður hjá Porsche verksmiðjunum í Þýskalandi. Starfið felst í að vinna hliðrænt með hönnuðum þar sem Davíð skapar meðal annars sjónræn þrívíð líkön frá tvívíðum skissum annara hönnuða.
Starf Davíðs hjá Porche er fjölbreytt og skemmtilegt, en sögu hans má lesa á heimasíðu Keilis ásamt sögum fjölda annara fyrrum nemenda skólans.
“Það er alveg ljóst að ég einn get ekki hannað eina snekkju frá A til Ö á stuttum tíma en ég vinn í samstarfi við aðra. Til dæmis snekkja sem ég hannaði og var til sýnis á bátasýningu í Düsseldorf í þýskalandi snemma á síðasta ári var samstarf á milli þriggja aðila, Ég hannaði snekkjuna Þ.e.a.s. ég teiknaði hana, ég reyndar teiknaði margar útgáfur fyrir viðskiptavininn sem hann svo valdi úr það sem honum leist á, síðan þróaði ég þá hönnun áfram í samstarfi við hann þar til að hún var orðin eins fullkomin og hann óskaði.” Segir Davíð meðal annars um draumastarfið.