Kastaðist út úr bílnum eftir veltu á Reykjanesbraut

Tveir voru fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut til móts við Innri-Njarðvík um þrjúleytið í dag. Alls voru fjórir í bílnum og kastaðist einn þeirra út úr honum.
Þeir sem voru ekki fluttir á slysadeild fóru til skoðunar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Ekki er vitað hversu alvarleg meiðsli fólksins eru, að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum.