Isavia stefnir á vistvænni bílaflota

Isavia, sem meðal annars sér um rekstur Keflavíkurflugvallar, stefnir á endurnýjun á bílaflota félagsins með vistvænar lausnir í huga. Þannig verði keyptir verði rafmagns-, hybrid- eða metanbílar þar sem slíkir valkostir eru í boði.
Þetta er meðal annars gert svo uppfylla megi skuldbindingar Isavia gagnvart NetZero aðgerð Evrópudeildar Alþjóðasamtaka flugvalla, ACI Europe, sem felur í sér að kolefnislosun í beinni starfsemi verið hætt fyrir 2050.
Þannig mun fyrirtækið velja vistvænustu lausnina, sem uppfyllir þarfir félagsins þegar kemur að eðlilegri endurnýjun á rútum, tækjum og búnaði eins og til dæmis sameykjum. Þá skal skoða möguleikann á breytingum á tækjum og búnaði til þess að hægt sé að nota aðra orkugjafa eins og t.d. metan eða rafmagn.
Einnig skal skoða möguleikana á því að nota íblöndun á lífdísil fyrir orkufrek tæki.
Hleðslustöðvar eru á skammtíma- og starfsmannabílastæðum við Keflavíkurflugvöll og víðar hjá fyrirtækinu. Þeim verður fjölgað til að mæta þörfum hverju sinni. Sú þörf verður endurmetin á hverju ári. Þá verður þörfin metin á tengingum fyrir þjónustuaðila á Keflavíkurflugvelli til að hlaða bíla og búnað.