Nýjast á Local Suðurnes

Íbúar samþykktu sameiningu Garðs og Sandgerðis

Íbúar sveitarfélaganna Garðs og Sandgerðis samþykktu sameiningu sveitarfélaganna í íbúakosningu sem fram fór í dag. Sameiningin var samþykkt með 56 prósentum greiddra atkvæða.

Kjörsókn var í báðum sveitarfélögum rúm 50 prósent, 53 í Garði og 55 prósent í Sandgerði, segir á vef RÚV.