Íbúafundur um breytingar á deiliskipulagi Dalshverfis

Miðvikudaginn 19. febrúar næstkomandi verður íbúafundur haldinn í sal Stapaskóla um breytingar á deiliskipulagi Dalshverfis.
Helstu breytingar á skipulagi felast í að opið svæði norðan við Stapaskóla er minkað fyrir 14 einbýlishúsalóðir. Opið svæði sunnan við skólann verði minkað og þar verið 12 lóðir fyrir einbýlis- og parhús. Við Dalsbraut verði útbúið hverfistorg með þjónustubyggingu. Jafnframt er reit fyrir verslun og þjónustu vestan við Stapaskóla breytt. Byggingarmagn dregið saman og svæði fyrir nýjan almenningsgarð afmarkaður.
Fundurinn hefst klukkan 18. Hér fyrir neðan má nálgast fylgigögn:
Dalshverfi I – deiliskipulagsuppdráttur
Dalshverfi I – skýringaruppdráttur
Dalshverfi II – deiliskipulagsuppdráttur
Dalshverfi II – skýringaruppdráttur