Hugsað út fyrir kassann við undirbúning á hraunkælingu

Vinna er í fullum gangi við að undirbúa hraunkælingu við eldstöðvar nærri Grindavík, en unnið er að því að leggja öflugri slöngur um svæðið en notaðar hafa verið hingað til.
Slökkvilið Grindavíkur greinir frá þessu, en þar segir að slöngurnar sem verið er að leggja séu 10 tommu sverar, en hingað til hefur verið unnið með 1 1/2 tommu til 4 tommu slöngur.
Þyngdin er því töluvert meiri, en verið er að leggja u.m.þ.b 7 tonn af slöngum en til þess er notuð dráttavél með búnaði til að rúlla hey. Stundum þarf að hugsa út fyrir kassann svo allt gangi sem best, segir í færslunni.
Mynd: Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins bs.