Nýjast á Local Suðurnes

Höfn­in ber ábyrgð á meng­un­ar­vörn­um – Hafa óskað eftir aðstoð Um­hverf­is­stofn­un­ar

Reykjaneshöfn ber ábyrgð á mengunarvörnum vegna strands flutningaskipsins Fjordvik í Helguvík, en óskað hefur verið eftir aðstoð Umhverfisstofnunnar vegna málsins.

„Þessi at­b­urður á sér stað inn­an hafn­ar­svæðis­ins, svo það er höfn­in sem ber ábyrgð á meng­un­ar­vörn­um, en þeir hafa óskað eft­ir aðstoð Um­hverf­is­stofn­un­ar vegna stærðar,“ seg­ir Krist­ín Linda Árna­dótt­ir, for­stjóri Um­hverf­is­stofn­un­ar, í sam­tali við mbl.is.

Starfsmaður Um­hverf­is­stofn­un­ar hef­ur verið á staðnum síðan í nótt með meng­un­ar­varn­ar­búnað en ekki hefur verið hægt að ráðast í aðgerðir vegna veðurs. Eng­ar staðfest­ar fregn­ir hafa feng­ist af um­fangi meng­un­ar­inn­ar, en sam­kvæmt Krist­ínu er megn lykt á svæðinu.