Nýjast á Local Suðurnes

Gýs fyrir innan varnargarða

Gossprungan, sem opnaðist við Þorbjörn í morgun, nær nú inn fyrir varnargarðinn norður af Grindavík. Þetta sést vel á vefmyndavélum.

Kvikugangurinn sem myndast hefur í kvikuhlaupinu sem hófst í morgun er 11 kílómetra langur og það er það lengsta sem mælst hefur síðan í kvikuhlaupinu í nóvember 2023 þegar Grindavík var rýmd.

Mynd: Almannavarnir