Nýjast á Local Suðurnes

Fundur með íbúum vegna hringtorgs – “Ekki einkamál íbúa Ásahverfis”

Bæjarstjórn Reykjanesbæjar hefur boðið íbúum Ásahverfis til fundar vegna byggingu staðsetningar fyrirhugaðs hringtorgs á mótum Njarðarbrautar og Fitjabakka. Fundurinn fer fram í dag og hefst klukkan 17:30, í matsal ráðhúss Reykjanesbæjar á Ásbrú.

Nokkrir áhugasamir um framkvæmdina hafa haft samband við blaðamann og furðað sig á því að fundurinn sé hvergi auglýstur á vef bæjarins og eingöngu ætlaður íbúum þessa tiltekna hverfis. Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, Guðbergur Reynisson, vakti athygli á fundinum í Facebook-færslu og hvetur íbúa Reykjanesbæjar til að fjölmenna:

“Það er mikilvægur fundur í næstu viku fyrir alla íbúa Reykjanesbæjar

Á mánudaginn kl 17:30 er íbúafundur um hringtorg á Njarðarbrautina, í Keili á Ásbrú.

Ég skil ekki hvers vegna þetta er eitthvað einkamál íbúa Ásahverfis þar sem hver einasti íbúi Reykjanesbæjar ekur Njarðarbrautina nokkrum sinnum á dag.

Það þarf að fjölmenna á þennan fund.

Setjið þetta í calenderinn með áminningu !” Segir í færslu Guðbergs.