Fólk sem dvelur í Grindavík íhugi stöðu viðbragðsaðila sem þurfa að standa vaktina

Lögreglan á Suðurnesjum heldur úti sólarhringsvakt í Grindavík þar sem nokkrir íbúar yfirgefa ekki bæinn. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum, Úlfar Guðmundsson, biðlar til þeirra sem dvelja í bænum að íhuga stöðu þeirra viðbragðsaðila sem þurfa dvelja í sveitarfélaginu næturlangt til að passa upp á öryggi þessars íbúa.
Þetta kem fram í viðtali Stöðvar 2 við Úlfar í kvöldfréttum, en þar sagði hann meðal annars að „…Á sama tíma þurfa almannavarnir og lögreglustjórinn á Suðurnesjum að halda úti sólarhringsvakt sem er óþekkt inn í Grindavík á friðartímum. Þetta kostar allt peninga og í mínum huga þá vil ég höfða til skynsemi þessa fólks og það íhugi stöðu þeirra sem þurfa dvelja þarna næturlangt til að passa þessa íbúa. Það væri best fyrir okkar viðbragð ef það væri enginn inn í Grindavík að næturlagi. Það myndi draga úr öllum kostnaði og styrkja okkar aðgerðir á allan hátt,“ segir Úlfar sem óttast um velferð þeirra sem þar eru allan sólarhringinn.
„Ég geri það sannarlega og það gera það flestir. Ef við horfum til okkar helstu vísindamanna þá er ekki útilokað að þarna geti jörð opnast inn í bænum sjálfum og kannski meiri líkur á að hraun renni inn í bæinn. Opnist þá jafnvel jörð fyrir innan varnargarð fyrir ofan bæinn og hraun geti þá runnið inn í bæinn. Það er líka bara gríðarlega mikil óvissa í þessu öllu. Við sjáum það í spádómum okkar helstu vísindamanna að það gengur erfiðlega að hitta á stað og stund, hvenær byrjar að gjósa og hvar jörð opnast nákvæmlega.“