Nýjast á Local Suðurnes

Fluttur á sjúkrahús eftir bílveltu á brautinni

Einn var flutt­ur slasaður á slysa­deild eft­ir bíla­veltu við af­leggj­ar­ann við Straums­vík á Reykja­nes­braut skömmu fyr­ir klukk­an tíu í morg­un. Allt til­tækt lið lög­reglu og sjúkra­flutn­ings­fólks var kallað á vett­vang.

Á vef MBL kemur fram að tæp­lega fer­tug­ur karl­maður hafi verið flutt­ur til aðhlynn­ing­ar á spít­ala. Ekki er hægt að segja til um hversu al­var­lega maður­inn slasaðist.