Fluttur á sjúkrahús eftir bílveltu á brautinni

Einn var fluttur slasaður á slysadeild eftir bílaveltu við afleggjarann við Straumsvík á Reykjanesbraut skömmu fyrir klukkan tíu í morgun. Allt tiltækt lið lögreglu og sjúkraflutningsfólks var kallað á vettvang.
Á vef MBL kemur fram að tæplega fertugur karlmaður hafi verið fluttur til aðhlynningar á spítala. Ekki er hægt að segja til um hversu alvarlega maðurinn slasaðist.