Flutningabíll og mótorhjól í árekstri á Reykjanesbraut

Alvarlegt umferðarslys varð við afleggjarann að Ásbrú um klukkan sjö í morgun, þannig að loka varð Reykjanesbraut frá Fitjum að Grænásvegi í rúmar þrjár klukkustundir. Slysið varð þegar stór flutningabíll og mótorhjól rákust saman, samkvæmt fréttavefnum mbl.is. Samkvæmt sama miðli varð slysið með þeim hætti að flutningabíllinn var að beygja frá afleggjaranum við Ásbrú þegar hann ók í veg fyrir mótorhjólið.
Fram kemur í frétt mbl.is að ekki sé vitað um líðan þeirra sem í slysinu lentu og vill lögreglan á Suðurnesjum ekki tjá sig um slysið að svo stöddu.