Flugeldasýning þegar slökkviliðið mætti í útkall

Það tók slökkvilið Brunavarna Suðurnesja nokkrar mínútur að ráða niðurlögum elds sem kom upp við grenndarstöð nærri bílaleigu Happy Campers um miðnætti í kvöld, en óhætt er að segja að útkallið hafi verið óvenjulegt að því leiti að slökkviliðið mætti í hálfgerða flugeldasýningu.

Myndband sem sudurnes.net hefur undir höndum, en verður ekki birt hér af persónugreinanlegum ástæðum sýnir að þegar slökkvilið mætir á staðinn eru flugeldar enn að springa við grenndarstöðina, eins og sjá má á meðfylgjandi skjáskotum úr myndbandinu.