Eldur út frá kertaskreytingu

Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja var kallaður út í íbúð á Ásbrú klukkan rúmlega þrjú í nótt eftir að kviknað hafði í kertaskreytingu.
Á samfélagsmiðlum Brunavarna kemur fram að íbúar hafi náð að ráða niðurlögum eldsins með slökkvitæki áður en slökkvilið mætti á staðinn.




















