Nýjast á Local Suðurnes

CRI stóð uppi sem sigurvegari í alþjóðlegri ný­sköp­un­ar­sam­keppni

Verksmiðja CRI í Svartsengi

Íslenska tæknifyr­ir­tækið Car­bon Recycl­ing In­ternati­onal (CRI) stóð uppi sem sig­ur­veg­ari í alþjóðlegri ný­sköp­un­ar­sam­keppni, Sparkup chal­lenge, sem finnska tækn­ifyrirtækið Wärtsilä stóð fyr­ir í Finn­landi. Verksmiðja  CRI er í Svartsengi og markaðssetur fyrirtækið vörur sínar í Evrópu undir vörumerkinu Vulcanol. Fyrirtækið  er hluti af Auðlindargarði HS Orku.

Keppn­in miðaði að því að finna þá tækni­lausn sem svar­ar best áskor­un­um sveiflu­kenndr­ar fram­leiðslu end­ur­nýj­an­legr­ar orku. CRI keppti til úr­slita ásamt þrem­ur öðrum fyr­ir­tækj­um sem voru val­in úr hópi 70 fyr­ir­tækja víða að úr heim­in­um sem skráðu sig til þátt­töku.

Sig­ur í keppn­inni fær­ir CRI 6,9 millj­ónir ís­lenskra króna auk tæki­færia til frek­ara sam­starfs við Wärtsilä, segir í tilkynningu á heimasíðu fyrirtækisins.