Nýjast á Local Suðurnes

Brotist inn í geymslur í Reykjanesbæ

Brotist var inn í nokkrar geymslur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum um helgina. Þær tilheyra fjölbýli á Ásbrú og hafði læsing á hurð sem gengur að þeim  verið brotin upp. Síðan höfðu járngrindum sem aðskilja geymslurnar verið spenntar upp og komist með þeim hætti inn í þær. Búið var að róta til í þeim en ekki liggur fyrir hvort einhverju og þá hversu miklu var stolið.

Þá var brotist inn í geymslu í Keflavík og þaðan tekin verkfæri ásamt tveimur ferðatöskum.

Lögregla rannsakar málin.