Nýjast á Local Suðurnes

Bandarískur ráðherra: “Átt­um okk­ur á land­fræðilegu mik­il­vægi Íslands”

Ráðherra banda­ríska flug­hers­ins, De­borah Lee James, heim­sótti aðstöðu Land­helg­is­gæsl­unn­ar á flug­vell­in­um í Kefla­vík og fundaði með ís­lensk­um stjórn­völd­um um áfram­hald­andi hlut­verk Banda­ríkj­anna í loft­varn­ar­eft­ir­liti NATO og stuðning Íslands við starf­semi NATO.

„Heim­sókn mín var mjög dýr­mæt. Banda­ríski flug­her­inn tek­ur skuld­bind­ing­ar sín­ar varðandi loft­varn­ar­eft­ir­lit mjög al­var­lega og við erum mjög þakk­lát fyr­ir sam­starfið milli Íslands og hinna NATO þjóðanna. Við átt­um okk­ur á land­fræðilegu mik­il­vægi Íslands og hlökk­um til áfram­hald­andi sam­starfs okk­ar við að tryggja ör­yggi gagn­vart sam­eig­in­leg­um ógn­um.” Segir ráðerrann í tilkynningu frá sendiráði Bandaríkjanna á Íslandi.

Í til­kynn­ing­unni seg­ir einnig að De­borah Lee James sé full­viss um að NATO muni styðja fjár­hags­lega við rekst­ur loft­rým­is­gæsl­unn­ar á flug­vell­in­um í Kefla­vík.