Nýjast á Local Suðurnes

Bana­slys í svefn­skála fiskverkunarfyrirtækis á Reykja­nesi

Einn maður lést og ann­ar hef­ur verið flutt­ur á sjúkra­hús eft­ir al­var­legt vinnu­tengt slys, sem átti sér stað hjá fisk­verk­un­ar­fyr­ir­tæk­inu Há­teigi  á Reykja­nesi í nótt. Menn­irn­ir tveir höfðu dvalið í svefn­skála sem stend­ur í ná­grenni verk­smiðju Há­teigs. Þegar að var komið í  morg­un var ann­ar mann­anna lát­inn, en hinn var flutt­ur á sjúkra­hús.

Frá þessu er greint á mbl.is, en þar kemur fram að Vinnueftirlitinu og lögreglu hafi borist tilkynning um málið um klukkan átta í morgun og að mjög sterk lykt sé inni í verksmiðjunni og á svæðinu í kring.