Nýjast á Local Suðurnes

Auknar líkur á kvikuhlaupi eða eldgosi á næstu dögum

Aukn­ar lík­ur eru á kviku­hlaupi og jafn­vel eld­gosi á Sund­hnúkagígaröðinni á næstu dögum. Í tilkynningu Veðurstofu segir að jarðskjálftum fjölg­i hægt og telja sér­fræðing­ar Veður­stofunnar næg­an þrýst­ing hafa byggst upp í kerf­inu til að koma af stað nýj­um at­b­urði. 

Í til­kynn­ingunni seg­ir að GPS-mæl­ing­ar sýni að síðustu daga hafi ör­lítið hægst á landrisi. Það, sam­hliða auk­inni skjálfta­virkni líkt og mæld­ist í gær, gefi vís­bend­ing­ar um að það stytt­ist í næsta kviku­hlaup og jafn­vel eld­gos. 

Auk­in smá­skjálfta­virkni mæld­ist á Sund­hnúkagígaröðinni í gær og stóð yfir í um 50 mín­út­ur.