Nýjast á Local Suðurnes

Andmæli bárust vegna smáhýsa fyrir heimilislausa

Ljósmynd: Reykjanesbær.is / OZZO

Grenndarkynningu er lokið vegna smáhýsa, sem fyrirhugað er að byggja fyrir heimilislausa við Njarðvíkurbraut í Reykjanesbæ er lokið og bárust andmæli við áformin á kynningartíma.

Umhverfis- og skipulagsráð tók málið fyrir á síðasta fundi og óskar eftir umsögn velferðarráðs um þetta þarfa verkefni og undirstrikar mikilvægi þess að kynna það vel fyrir íbúum.

Töluverðar umræður sköpuðust um málið á samfélagsmiðlum þegar það var fyrst kynnt og snérist umræðan á þeim tíma mest um fjarlægð frá þjónustu, en um kílómeter er í almenningssamgöngur frá fyrirhuguðu byggingarsvæði og um fjórir kílómetrar í næstu verslun.