Nýjast á Local Suðurnes

Þrjú verkefni af Suðurnesjum hlutu styrki frá Isavia

Fjöldi verkefna um allt land naut góðs af haustúthlutun styrktarsjóðs Isavia. Sjóðurinn veitti styrk til íþróttastarfs barna og unglinga á Vestfjörðum, Norðurlandi og Austurlandi auk þess sem fjölbreytt önnur verkefni hlutu styrk, meðal annars má nefna ferðastyrki til hjartveikra barna í sumarbúðir á Norðurlöndum, styrki til dreifingar á fræðsluefni um einelti á leikskólastigi, styrki til kaupa á píanói sem ætlað er til raddþjálfunar Parkinsons sjúklinga og styrkur til að halda Fest Afrika á Íslandi.

Þrjú verkefni af Suðurnesjum fengu styrki frá Isavia að þessu sinni, Harpa Lúthersdóttir og Leikskólar Rekjanesbæjar fengu styrk vegna fræðsluefnis um einelti undir heitinu Viltu vera  memm. Einnig var veittur styrkur til ráðstefnuhalds Future Fiction en ráðstefnan hefur það að markmiði að fjalla um tækifæri og möguleika á Miðnesheiði eftir að starfsemi herstöðvarinnar var lögð niður. Skátafélaginu Heiðabúum var afhentur styrkur til kaupa á búnaði.

Verkefnin sem hlutu styrk voru:

  •  Neistinn styrktarfélag hjartveikra barna
  •  Parkinson samtökin á Íslandi
  •  Aðalheiður Sigurðardóttir – Ég er Unik, fyrirlestrar um einhverfu
  •  Afrika Lole – styrkur til þess að halda Fest Afrika
  •  Harpa Lúthersdóttir og Leikskólar Rekjanesbæjar – fræðsluefni um einelti undir heitinu  Viltu vera  memm.
  •  Skátafélagið Heiðabúar – styrkur til kaupa á búnaði
  •  Future fiction – styrkur til ráðstefnuhalds Ásbrú.
  • Héraðssamband Vestfirðinga – styrkur til íþróttastarfs barna og unglinga
  • Héraðssamband Bolungarvíkur – styrkur til íþróttastarfs barna og unglinga
  • Íþróttabandalag Akureyrar – styrkur til íþróttastarfs barna og unglinga
  • Ungmenna- og íþróttasamband Egilsstaða – styrkur til íþróttastarfs barna og unglinga