Viðrar hugmyndir um nýjan þjóðarleikvang á Ásbrú

Jóhann Friðrik Friðriksson, þingmaður Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi, segir Reykjanesbæ eflaust vera til umræðu varðandi staðsetningu á nýjum þjóðarleikvangi sem stendur til að reisa á næstu misserum.
Jóhann bendir á þetta í færslu á Facebook, hvar hann segir ekkert að vanbúnaði að hefjast handa, enda bjóði sveitarfélagið upp á allt sem þarf í tengslum við verkefnið.
Ríkið á landið á Ásbrú og þar er mjög aðgengilegt og flott svæði fyrir þjóðarleikvang í næsta nágrenni við alþjóðaflugvöll og fyrsta flokks gistingu. Reykjanesbær er eflaust til umræðu um uppbygginguna og okkur ekkert að vandbúnaði að hefjast handa náist samningar um verkefnið. Àfram íþróttir – áfram Ísland. Segir þingmaðurinn í Facebook-færslu sinni.




















