Nýjast á Local Suðurnes

Vaxandi skjálftavirkni og aukið viðbragð

Veður­stof­an hefur verið með aukið viðbragð síðustu tvær vik­ur vegna stöðunnar á Sund­hnúkagígaröðinni, en mæl­ing­ar Veður­stofu Íslands sýna svipuð merki og fyr­ir síðustu eld­gos á svæðinu.

Þetta kemur fram í svörum sérfræðinga við spurningum mbl.is. Mjög lík­legt er að það dragi senn til tíðinda. Áætlað er að rúm­mál kviku und­ir Svartsengi sé komið í 20 millj­ón rúm­metra og þá hef­ur skjálfta­virkni á svæðinu farið vax­andi síðustu vik­urn­ar.