Vaxandi skjálftavirkni og aukið viðbragð

Veðurstofan hefur verið með aukið viðbragð síðustu tvær vikur vegna stöðunnar á Sundhnúkagígaröðinni, en mælingar Veðurstofu Íslands sýna svipuð merki og fyrir síðustu eldgos á svæðinu.
Þetta kemur fram í svörum sérfræðinga við spurningum mbl.is. Mjög líklegt er að það dragi senn til tíðinda. Áætlað er að rúmmál kviku undir Svartsengi sé komið í 20 milljón rúmmetra og þá hefur skjálftavirkni á svæðinu farið vaxandi síðustu vikurnar.