Vætusamt en nokkuð hlýtt framundan

Veðurstofa Íslands gerir ráð fyrir vætusamri viku framundan. Mikið er af austlægum áttum í vikunni og þeim ætti að fylgja talsverð úrkoma á fimmtudag og föstudag.
Spáin fyrir daginn í dag er þó góð. Það er útlit fyrir einhverja skúri vestanlands en annars staðar þurrt og bjart, einkum austanlands.
Á þriðjudag kemur einhver bleyta yfir suðvesturhornið, sennilega seinni part dags.
Miðvikudagurinn verður að mestu leyti þurr.
Hitinn fer mest upp í 15 stig á morgun á Austurlandi og verður um 11 stig á suðvestur horni landsins. Þó það verði vætusamt síðari hluta vikunnar helst hitastigið nokkuð stöðugt rétt fyrir ofan 10 stig.