Umferðartafir á Reykjanesbraut vegna áreksturs

Umferðartafir eru á Reykjanesbraut norðan álversins í Straumsvík vegna umferðaróhapps.
Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar, en þar segir að vonast sé til að hægt verði að greiða fyrir umferð fljótlega.
Á vef mbl.is kemur fram að tveir bílar hafi lent í árekstri. Ekki er vitað um meiðs á fólki, en nokkrir sjúkrabílar og dækubíll slökkviliðs eru á vettvangi.