Tveir á slysadeild eftir umferðarslys við Grindavík

Tveir voru fluttir á slysadeild Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja eftir að bifreið endaði utanvegar við Grindavík í gærkvöld.

Sjö manns voru í bifreiðinni og voru þrír sjúkrabílar ásamt tækjabíl Brunavarna Suðurnesja sendir á vettvang.