Tólf umsóknir um einbýlishúsalóð

Alls sóttu 12 einstaklingar um lóðina Furudal 3 í Innri – Njarðvíkurhverfi Reykjanesbæjar.
Farið var yfir umsóknir á fundi umhverfis- og skipulagsráðs sveitarfélagsins þann 7. mars síðastliðinn og líkt og venjan er verður dregið úr umsóknum í viðurvist fulltrúa sýslumanns.
Greint verður frá niðurstöðum á næsta fundi. Velja skal tvær umsóknir til vara skyldi vera fallið frá umsókn innan 6 mánaða frá þessari úthlutun, segir í fundargerð.