Tekur við Akri – Áfram unnið eftir hugmyndafræði Hjallatefnu

Mánudaginn 1. september síðastliðinn fór fram undirritun rekstrarsamnings milli Reykjanesbæjar og Sigrúnar Gyðu Matthíasdóttur, eiganda Núrgis ehf., um rekstur leikskólans Akurs.
Athöfnin fór fram í leikskólanum Akri að viðstöddum fulltrúum bæjarins, fulltrúum Hjallastefnunnar og starfsfólki skólans. Sigrún Gyða hefur stýrt leikskólanum um árabil og tekur nú formlega við rekstrinum í nafni Núrgis ehf.
Leikskólinn Akur mun áfram starfa eftir hugmyndafræði Hjallastefnunnar, sem hefur einkennt skólastarfið frá upphafi. Samningurinn markar þannig mikilvægt skref í áframhaldandi uppbyggingu og eflingu leikskólastarfs í Reykjanesbæ, þar sem lögð er áhersla á faglegt starf, öryggi og velferð barna.