Tapa rúmlega 500 milljónum á gjaldþroti Play

Formaður Starfsgreinasambandsins og Verkalýðsfélags Akraness, Vilhjálmur Birgisson, bendir á stórt tap lífeyrissjóða launafólks vegna gjaldþrots Play, í færslu á Facebook.

Í færslu Vilhjálms kemur fram að tap Festu lífeyrissjóðs sé 534 milljónir króna, en lífeyrissjóðurinn átti 1,44% hlut í flugfélaginu við gjaldþrot þess, samkvæmt ársreikningi.

Mynd: Skjáskot / Facebook