Talsvert um innbrot í bíla – Radarvarar freista
Myndin tengist fréttinni ekki að öðru leiti en því að á henni eru bílarTalsvert hefur verið um innbrot í bíla undanfarnar nætur. Samkvæmt umræðum í íbúahópum á samfélagsmiðlum virðist sem farið hafi verið inn í nokkra bíla á Ásbrú og í Innri – Njarðvik.
Töluverðar skemmdir hafa verið unnar á bifreiðum, samkvæmt umræðum, enda rúður brotnar. Þá virðast verðmæti eins og veski, töskur, tölvur og radarvarar hafa freistað þjófana hvað mest og í einu tilfelli var stýri stolið úr bifreið.




















