Strætóútboð á borði kærunefndar útboðsmála

Erindi frá kærunefnd útboðsmála, varðandi útboð á almenningssamgöngum í Reykjanesbæ var lagt fyrir bæjarráð sveitarfélagsins á fundi þess í morgun. Verkefnið var boðið út á dögunum og var ekki einhugur í bæjarstjórn varðandi niðurstöðuna, þar sem minnihlutinn vildi hafna báðum tilboðum, en meirihluti ákvað var að taka tilboði lægstbjóðanda GTS ehf.
Guðlaugur Helgi Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs og Unnar Steinn Bjarndal bæjarlögmaður mættu á fundinn og ræddu málið við fulltrúa bæjarráðs. Ekki kemur fram í fundargerð hvert framhald málsins verður.