Stél bætist við veitingahúsaflóruna

Kjúklingastaðurinn Stél hefur opnað á Fitjum í Njarðvík, í sama húsnæði og hamborgarastaðurinn Smass. Þetta er þriðji Stél-staðurinn og sá fyrsti utan höfuðborgarsvæðisins.
Suðurnesjamenn geta því gætt sér á. ,,Hot chicken” sem er rótgróin tegund af djúpsteiktum kjúkling frá Nashville í Bandaríkjunum. Eldunaraðferðin hefur náð mikilli útbreiðslu síðastliðin ár og notið gríðarlegra vinsælda, segir á heimasíðu Stél.