Nýjast á Local Suðurnes

Skilorð fyrir að taka pen­inga ófrjálsri hendi úr sjóðsvél­um Frí­hafn­ar­inn­ar

Mynd: Fríhöfnin á Keflavíkurflugvelli

Fyrr­ver­andi starfsmaður Frí­hafn­ar­inn­ar í Leifs­stöð hef­ur verið dæmd­ur í 45 daga skil­orðsbundið fang­elsi, fyr­ir að hafa tekið pen­inga ófrjálsri hendi úr sjóðsvél­um í verslun Frí­hafn­arinnar yfir rúmlega eins mánaðar tímabil árið 2016.

Alls dró starfsmaðurinn sér 391.000 krón­ur úr köss­un­um á þessum rúm­a mánuði, en samkvæmt dómnum var um að ræða átján skipti og voru upphæðirnar á bil­inu 7.000 – 50.000 krón­ur í hvert sinn.