Skilorð fyrir að taka peninga ófrjálsri hendi úr sjóðsvélum Fríhafnarinnar

Fyrrverandi starfsmaður Fríhafnarinnar í Leifsstöð hefur verið dæmdur í 45 daga skilorðsbundið fangelsi, fyrir að hafa tekið peninga ófrjálsri hendi úr sjóðsvélum í verslun Fríhafnarinnar yfir rúmlega eins mánaðar tímabil árið 2016.
Alls dró starfsmaðurinn sér 391.000 krónur úr kössunum á þessum rúma mánuði, en samkvæmt dómnum var um að ræða átján skipti og voru upphæðirnar á bilinu 7.000 – 50.000 krónur í hvert sinn.