Sérsveitin kölluð til aðstoðar í Sandgerði

Lögreglan á Suðurnesjum óskaði eftir aðstoð sérsveitarinnar í aðgerð í Sandgerði í dag. Maður var sagður bera eggvopn í heimahúsi þar sem þrír aðrir voru til staðar, þá sakaði ekki.
Vefur mbl.is hefur eftir Margréti Kristínu Pálsdóttur, lögreglustjóra á Suðurnesjum, að talsverður viðbúnaður hafi verið vegna stöðunnar sem upp kom. Maðurinn var handtekinn í aðgerðunum.