Nýjast á Local Suðurnes

Orkuverið í Svartsengi rýmt

Orku­ver HS Orku í Svartsengi var rýmt í morg­un vegna brenni­steins­meng­un­ar frá eld­gos­inu við Sund­hnúkagígaröðina. Fimm starfs­menn voru á svæðinu þegar ákvörðun um rým­ingu var tek­in um hálfell­efu.

Frá þessu var greint á vef Rúv, en þar kemur fram að sam­kvæmt veður­spá mun vindátt breyt­ast upp úr há­degi og geta starfs­menn hugs­an­lega snúið aft­ur þá. Slík ákvörðun verður tek­in í sam­starfi við al­manna­varn­ir og Veður­stof­una.