Orkuverið í Svartsengi rýmt

Orkuver HS Orku í Svartsengi var rýmt í morgun vegna brennisteinsmengunar frá eldgosinu við Sundhnúkagígaröðina. Fimm starfsmenn voru á svæðinu þegar ákvörðun um rýmingu var tekin um hálfellefu.
Frá þessu var greint á vef Rúv, en þar kemur fram að samkvæmt veðurspá mun vindátt breytast upp úr hádegi og geta starfsmenn hugsanlega snúið aftur þá. Slík ákvörðun verður tekin í samstarfi við almannavarnir og Veðurstofuna.