Nýjast á Local Suðurnes

Mikil aukning á lönduðum bolfiski í Grindavík

Áttföld aukning varð á lönduðum bolfiski fyrstu þrjá mánuði ársins í Grindavík samanborið við landaðan afla 2024.

Landaður bolfiskur var á síðasta ári 12,5%  í Grindavíkurhöfn miðað við 2023 en er nú komin í tæplega 60%, segir í frétt á vef Grindavíkurbæjar. Þessi aukning hefur orðið þrátt fyrir afleit veðurskilyrði í febrúar og viðvarandi hættustig Almannavarna þar sem höfnin missti margar landanir skipa í aðrar hafnir.

Það má því segja með vissu að botninum hafi verið náð í fyrra þar sem umsvif í Grindavíkurhöfn hefur tekið umtalsverðan kipp frá því sem þá var. 

Um síðustu helgi lönduðu fjórir togarar, Bergur VE 44, Vestmanney VE 54, Áskell ÞH 48 og Vörður ÞH 44 samtals 335 tonnum.

Í vikunni er gert ráð að hið nýja glæsilega skip Ganta ehf Hulda Björnsdóttir GK 11, Sighvatur GK 57 ásamt togurunum fjórum sem lönduðu nú um helgina auk Jóhönnu Gísla komi inn til löndunar. Von er á að línubátar og handfærabátar komi von bráðar til hafnarinnar með öllum þeim umsvifum sem þeim fylgir, segir einnig í fréttinni.

Mynd: Vefur Grindavíkurbæjar.