Nýjast á Local Suðurnes

Malbikunarframkvæmdir framundan – Mögulegar tafir á umferð

Á næstu dögum fara fram malbikunarframkvæmdir á eftirfarandi götum í Reykjanesbæ, ef veður leyfir og má búast við umferðartöfum af þeim sökum.

Mánudaginn 16. september er stefnt að malbikun á Fitjabraut, frá klukkan 09:00 til 12:00 og í Geirdal frá klukkan 13:00 til 19:00. Á þriðjudag, 17. september, verður Faxabraut malbikuð frá klukksn 09:00 til 16:00

Vegfarendur eru beðnir um að sýna aðgát og virða lokanir, merkingar og leiðbeiningar á meðan framkvæmdum stendur. Gera má ráð fyrir umferðartöfum og eru íbúar beðnir um að forðast akstur um svæðin sé þess nokkur kostur á meðan unnið er.