Nýjast á Local Suðurnes

Eignast nær allt hlutafé í Samkaupum

Verslun Nettó við Krossmóa

Orkan, dótturfélag Skeljar fjárfestingarfélags, hefur undirritað kaupsamninga sem fela í sér að félagið eignist 96% hlut í Samkaupum. Þetta kemur fram í tilkynningu Skeljar til Kauphallarinnar.

Tilkynnt var fyrir tveimur vikum að Orkan hefði undirritað kaupsamning um kaup á öllum 53,1% hlut Kaupfélags Suðurnesja (KSK) í Samkaupum fyrir 2.878 milljónir króna. Kaupverðið verður greitt með afhendingu á nýju hlutafé í Orkunni.

Viðskiptin, sem hafa átt sér langan aðdraganda, voru meðal annars háð því að Orkan myndi komast að samkomulagi við aðra hluthafa Samkaupa þannig að samanlagður eignarhlutur Orkunnar og annarra aðila tengdum Skel nemi að lágmarki 90% í kjölfar viðskipta.

Samningur Orkunnar og KSK gerir ráð fyrir að samstæða félaganna verði mynduð með sambærilegu sniði og skráð smásölufyrirtæki hérlendis, segir í tilkynningu Skeljar til kauphallarinnar.