Gervigras í Sandgerði og ný stúka í Garði eftir að sameiningartillaga var felld

Unnið verður eftir áður samþykktri tillögu um uppbyggingu gervigrasvallar á aðalvelli Reynis, líkt og segir í málefnasamningi,eftir að tillaga um stofnun nýs íþróttafélags í Suðurnesjabæ var felld á aðalfundum Knattspyrnufélaganna Reynis og Víðis á dögunum.
þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs Suðurnesjabæjar, og er skipulags- og umhverfissviði falið að hefja að nýju hönnunarvinnu og kostnaðargreiningu vegna vallarins.
Þá verði íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að vinna að samningum við Knattspyrnufélögin Reyni og Víði um afnot af gervigrasvellinum.
Jafnframt er Skipulags-og umhverfissviði falið að kostnaðarmeta gerð nýrrar stúku og uppsetningu á vökvunarkerfi við aðalvöll Víðis auk bættrar æfingaaðstöðu fyrir yngri flokka í Garði, í samstarfi við félagið eins og segir í málefnasamningi.